Fyrirtækið var stofnað í janúar 1973 og var í eigu sömu fjölskyldu allt til 2004 þegar núverandi eigendur tóku við rekstrinum og héldu áfram því góða starfi sem unnið hafði verið. Fyrirtækið hefur alla tíð verið starfrækt í Smiðjuhverfi í Kópavogi.

Árið 2008 var nánast allur tækjakostur fyrirtækisins endurnýjaður þar sem aldrei hafði gefist svigrúm til þess fyrr. Fyrirtækið er því gríðarlega vel tækjum búið í dag og getur tekist á við hvaða verkefni sem er.

Hjá fyrirtækinu starfa í dag 6 manns ýmist bifreiðasmiðir, online casino uk bílamálarar og aðrir reynsluboltar í bransanum.
Framkvæmdastjóri er Brynjar Smári Þorgeirsson sem er bæði með sveinspróf í bílamálun og bifreiðasmíði.

Bílalökkun er í dag bæði með 5 stjörnu vottun Sjóvá Almennra og BGS vottun Bílgreinasambandsins ásamt því að þjónusta öll tryggingarfélög landsins.

Til að panta tíma og fá nánari upplýsingar er best að hafa samband í síma 586 8484. Einnig er hægt að senda okkur email á bilalokkun@bilalokkun.is.